Nokia 2730 classic - Viðbótarþjónusta

background image

Viðbótarþjónusta

Krafist er staðbundins leyfis til að uppfæra kort með nákvæmri raddstýrðri leiðsögn.
Til að nýta þér þessa þjónustu þarftu að hafa samhæft GPS-tæki sem styður þráðlausa

Bluetooth-tækni.

28 Kort

background image

Til að kaupa leiðsagnarþjónustu með raddleiðsögn velurðu

Valmynd

>

Kort

>

Viðbótarþjónusta

>

Kaupa leiðsögn

og fylgir leiðbeiningunum.

Leyfa verður kortaforritinu að nota tengingu við símkerfið til að geta notað leiðsögn

með raddstýringu.
Leiðsagnarleyfið er tengt SIM-kortinu. Ef annað SIM-kort er sett í símann ertu beðin(n)

um að kaupa leyfi áður en leiðsögn hefst. Meðan á kaupferlinu stendur er þér boðið að

flytja núverandi leiðsagnarleyfi yfir á nýja SIM-kortið þér að kostnaðarlausu.

Vefur eða Internet

Þú getur fengið aðgang að ýmiss konar netþjónustu í vafra símans. Útlit vefsíðna getur

verið breytilegt eftir skjástærðinni. Hugsanlega er ekki hægt að skoða allt efni vefsíðna.
Vefskoðunaraðgerðin, sem hér eftir verður nefnd Vefur, birtist hugsanlega sem Vefur

eða Internet í valmyndinni, en það fer eftir símanum þínum.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og

vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu, verð og leiðbeiningar fást hjá þjónustuveitunni.
Þú getur fengið nauðsynlegar stillingarnar fyrir vefskoðun í stillingaboðum frá

þjónustuveitunni.

Tengjast vefþjónustu

Veldu

Valmynd

>

Vefur

>

Heim

. Eða haltu inni 0 í biðstöðu.

Eftir að þú hefur tengst þjónustu geturðu hafið skoðun á síðum hennar. Virkni takkanna

á símanum er mismunandi eftir þjónustuveitum. Fylgdu textaleiðbeiningunum á

símaskjánum. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.

SIM-þjónusta

SIM-kortið kann að bjóða upp á meiri þjónustu. Einungis er hægt að opna þessa valmynd

ef SIM-kortið styður hana. Heiti og efni valmyndarinnar fer eftir þjónustunni sem er í

boði.

Græn ráð